6.5.2008 | 22:06
Til hamingju með kreppuna
Ég áttaði mig á því í dag þvílík forréttindi það eru að taka þátt í kreppunni af heilum hug. Þá meina ég að vera ekki fórnarlamb kreppunar heldur vera virkur þáttakandi. Ljósið kviknaði hjá mér þar sem ég sat í kaffistofunni okkar á RE/MAX Borg og borðaði hádegismatinn minn, samloku sem ég hafði smurt mér með einhverju grasi og tveimur ostasneiðum. Ég tók einn bita og tuggði og á meðan ég tuggði hann sá ég hvar glitti í dós af kotasælu í ísskápnum. Ég stóð upp, sótti kotasæludósina og smurði vænni tuggu af innihaldinu ofan á grasið í samlokunni minni og fékk mér í beinu framhaldi annan bita og ég get sagt ykkur það að þetta var algjörlega himneskur biti sem ég tuggði þarna í dágóða stund. Á meðan ég kláraði samlokuna mína, sem ég skolaði niður með kristaltæru kranavatni, varð mér hugsað til þeirra sem hafa sigrast á dauðanum, yfirleitt tímabundið. Samkvæmt sögunum lærir þetta fólk að meta lífið á nýjan leik, ekki ósvipað minni reynslu af kotasælu.
Munið að kreppan er til að taka þátt í og njóta. Hún eykur lífsgæðin okkar, innan frá.
Um bloggið
Eða því sem næst
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtileg nálgun.
Sigurður Þorsteinsson, 6.5.2008 kl. 22:24
Góður ! kreppan er hugarástand
og engin kreppa hjá mér !!!!
Sigríður Guðnadóttir, 6.5.2008 kl. 22:56
kreppa kreppa kreppa... ég er bara svo heppin að ég finn ekki fyrir kreppu.
Linda litla, 7.5.2008 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.