Færsluflokkur: Bloggar

I´m so worried

I'm so worried about what's happening today,
In the Middle East, you know.
And I'm so worried about the baggage retrieval
System they've got at Heathrow.
I'm so worried about the fashoins today,
I don't think they're good for your feet.
And I'm so worried about the shows on TV
That sometimes they want to repeat.
I'm so worried about what's happening today,
In the Middle East, you know.
And I'm so worried about the baggage retrieval
System they've got at Heathrow.
I'm so worried about my hair falling out,
And the state of the world today.
And I'm so worried about being so full of doubt
About everything anyway.
I'm so worried about modern technology,
I'm so worried about all the things
That they dump in the sea.
I'm so worried about it, worried about it,
Worried, worried, worried.
I'm so worried about everything that can go wrong.
I'm so worried about whether people like this song.
I'm so worried about this very next verse,
It isn't the best that I've got.
And I'm so worried about whether I should go on
Or whether I shouldn't just stop.
I'm so worried about whether I ought to have stopped.
And I'm so worried because it's the sort of thing I ought to know.
And I'm so worried about the baggage retrieval
System they've got at Heathrow.
I'm so worried about whether I should have stopped then,
I'm so worried that I'm driving everyone round the bend.
And I'm so worried about the baggage retrieval
System they've got at Heathrow.


mbl.is Áfram vandræði á Heathrow
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem ekki fylgdi fréttinni.....

... er að hugmyndin er fengin að norðan frá "Inga sturtu" sem hefur í áratugi sektað grunnskólanema um fimmtíukall fyrir að baða sig ekki eftir leikfimitíma hjá Kára Árna í Laugagötunni.
mbl.is Sekt ef ekki er mætt í ræktina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem ekki fylgdi fréttinni...

.... var að nú um tíuleitið, þegar nikótínvíman rann af honum, komst  forsvarsmaður bílstjóranna að því að sáttasemjari lögreglunnar, Geir Jón Þórðarson, hafi ekki haft fullþingi olíufélaganna til þess að að "lækka líterinn um helming og málið væri dautt". Heyrst hefur að fundað sé nú stíft í Öskjuhlíðinni og viðbrögð olíufélaganna sé að vænta bráðlega.
mbl.is „Ráðamenn vakni"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem ekki fylgdi fréttinni.......

...... var að örsök hálkunnar á götum Akureyrar er sú að Haraldi Tryggvasyni, tækjamanni í Hlíðarfjalli, láðist að slökkva á snjóvélinni eftir lokun í gær og gekk hún því sleitulaust í alla nótt. Kom hálkan bæjarbúum gjörsamlega í opna skjöldu í morgun, því eins og allir vita þá er ALLTAF sól og blíða á Akureyri, nema þegar Halli gleymir að slökkva á helvítis vélinni.
mbl.is Fimm árekstrar á tveimur tímum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppa í krimmaheimi

Sprautunálar og garðklippur! Það er greinilegt að þessi kreppa nær í alla anga samfélagsins. Ég á allt eins von á því að næsta rán verði framið með notuðum vasaklút. "Upp með hendur og niður með brækur, annars gætirðu hæglega fengið Streptókokka moðerfokker".
mbl.is Lögreglan sakaði son sjoppueiganda um rán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem ekki fylgdi fréttinni...

....er að hálftíma áður ógnuðu þessir sömu menn starfsfólki Blómavals með naglaklippum og höfðu upp úr krafsinu umræddar garðklippur.


mbl.is Tveir handteknir og féð fundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farbann eða farabara

Ég hef verið að velta fyrir mér þessum farbönnum sem verið er að hneppa meinta nauðgara og ofbeldismenn í undanfarið. Er þetta ekki svolítið eins og að læsa (meintan) minkinn inni í hænsnakofanum, nú eða að láta (meintan) heimilisofbeldisfautann í stofufangelsi. Ég veit það ekki svei mér þá. 

Nýji bíllinn

Vorum á leið til vinnu núna fyrr í vikunni. Á Sæbrautinni sáum við útundan okkur glitra á nýjan Range Rover sem keyrði á ca 45 km hraða. Ég vakti máls á því að sennilega keyrði þarna bílstjóri með miklar áhyggjur af dýra bílnum sínum og sennilega færi bíllinn svona hægt yfir því bílstjórinn hefði svo þungar áhyggjur af næstu afborgun. Það tók okkur örfáar sekúndur að vinna upp þetta 100 metra forskot sem hann hann hafði á okkur og í kjölfarið þögðum við í nokkrar sekúndur, leitandi að viðeigandi áframhaldi á samræðunum, eftir að hafa  keyrt framúr Björgólfi eldri.

Þetta er komið út í vitleysu

Það verður að stoppa þessa pólverja. Á örfáum árum hafa þeir stuðlað að offramboði á nýbyggingum á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Það er ekki eins og Þeir geri þetta óviljandi því ég hef traustar heimildir fyrir því að þeir leggi dag og nótt í að auka á vandann með hamra og sagir að vopni. Ég legg því til að starfsmannaleigum verði gert skylt að 50% iðnaðarmanna þeirra séu ligeglaðir danir með frjálsan vinnutíma og ótakmarkaðan aðgang að Tuborg. Það ætti að slá á þensluna. Klárlega.


Ég og Ljómalind

Fyrir rétt rúmum tveimur árum náði húsmóðirin hér á bæ að bæta við fjölskyldumeðlim. Þetta gerði hún uppá sitt einsdæmi, svona eins og María Magdalena hér forðum, nema hvað þessi fjölskyldumeðlimur er af Mexíkósku bergi brotinn og flokkast til hunda, þó svo að ég sjái ekki skyldleikann. Það eina sem ég á í þessari tík er nafnið, ég náði að troða því uppá hana með harðfylgi þrátt fyrir mótbárur húsmóðurinnar, en ég taldi mig eiga það skilið fyrir að þurfa að sætta mig við að hún fengi að búa hjá okkur, eða réttara sagt þá fannst mér tíkin eiga það skilið. Í tímans rás höfum við margoft eldað grátt silfur saman, ég og tíkin, þó svo að ég innst inni átti mig á að því fylgi engin langvinn gleði af að sigra 8 ára gamla tík í þrjóskukeppni. Henni er hjartanlega sama ef ég vinn en vikan er ónýt hjá mér lúti ég í gras. Þetta flokkast undir óvinnandi stöðu. Seinasta útspil hennar var, þegar hún í skjóli nætur skeit í spariskóinn minn. Ég veit ekki hvernig hún náði upp þar sem hún er svo klofstutt, og það versta er að þar sem það er annar hundur á heimilinu og þar að auki köttur þá hef ég í raun engar haldbærar sannanir til þess að negla hana fyrir glæpinn, nema auðvitað bara þessa yfirþyrmandi vissu um að það var hún og engin annar sem skeit í skóinn minn. Reyndar gæti ég rökstutt grun minn með því að hún væri sú eina sem hefði ástæðu til þess þar sem að ég, hinn hundurinn og kötturinn erum öll mestu mátar, nema hinn hundurinn og kötturinn, þau eru það ekki, en þið skiljið hvað ég er að fara. Hin tvö mundu aldrei gera mér þetta, nema náttúrulega að öðru  þeirra sé í nöp við Ljómalind og sé vísvitandi að reyna koma sökinni yfir á hana, vitandi það að ég mundi alltaf gruna hana. Það er auðvitað pæling líka. Verst að ég skyldi henda skónum með eina sönnunargagninu sem ég hafði. Hefði átt að senda Kára hann til greiningar. Mig grunar reyndar að ég fái fleiri tækifæri til þess á næstunni. Helvítis tíkin.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Vernharð Þorleifsson
Vernharð Þorleifsson
Fyrrverandi pylsusali, hef náð nánast fullum bata síðan.

Um bloggið

Eða því sem næst

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband