Ég og Ljómalind

Fyrir rétt rúmum tveimur árum náði húsmóðirin hér á bæ að bæta við fjölskyldumeðlim. Þetta gerði hún uppá sitt einsdæmi, svona eins og María Magdalena hér forðum, nema hvað þessi fjölskyldumeðlimur er af Mexíkósku bergi brotinn og flokkast til hunda, þó svo að ég sjái ekki skyldleikann. Það eina sem ég á í þessari tík er nafnið, ég náði að troða því uppá hana með harðfylgi þrátt fyrir mótbárur húsmóðurinnar, en ég taldi mig eiga það skilið fyrir að þurfa að sætta mig við að hún fengi að búa hjá okkur, eða réttara sagt þá fannst mér tíkin eiga það skilið. Í tímans rás höfum við margoft eldað grátt silfur saman, ég og tíkin, þó svo að ég innst inni átti mig á að því fylgi engin langvinn gleði af að sigra 8 ára gamla tík í þrjóskukeppni. Henni er hjartanlega sama ef ég vinn en vikan er ónýt hjá mér lúti ég í gras. Þetta flokkast undir óvinnandi stöðu. Seinasta útspil hennar var, þegar hún í skjóli nætur skeit í spariskóinn minn. Ég veit ekki hvernig hún náði upp þar sem hún er svo klofstutt, og það versta er að þar sem það er annar hundur á heimilinu og þar að auki köttur þá hef ég í raun engar haldbærar sannanir til þess að negla hana fyrir glæpinn, nema auðvitað bara þessa yfirþyrmandi vissu um að það var hún og engin annar sem skeit í skóinn minn. Reyndar gæti ég rökstutt grun minn með því að hún væri sú eina sem hefði ástæðu til þess þar sem að ég, hinn hundurinn og kötturinn erum öll mestu mátar, nema hinn hundurinn og kötturinn, þau eru það ekki, en þið skiljið hvað ég er að fara. Hin tvö mundu aldrei gera mér þetta, nema náttúrulega að öðru  þeirra sé í nöp við Ljómalind og sé vísvitandi að reyna koma sökinni yfir á hana, vitandi það að ég mundi alltaf gruna hana. Það er auðvitað pæling líka. Verst að ég skyldi henda skónum með eina sönnunargagninu sem ég hafði. Hefði átt að senda Kára hann til greiningar. Mig grunar reyndar að ég fái fleiri tækifæri til þess á næstunni. Helvítis tíkin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehehe þú ert skemmtilegur! Gott að fá þig aftur í bloggheima..

kolla (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 11:46

2 identicon

Þú ert svo frábær! Fyndinn og einlægur. Meira, meira....

Arna (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 22:18

3 identicon

Ég þakka auðmjúklega hrósið. Það er mjög gaman að skrifa þessar pælingar allar og það er alveg ekstra bónus að einhverjir nenni að lesa þær. Ég skal reyna að vera eins duglegur og ég get að skrifa hérna en ég lofa þó alls ekki daglegum færslum. Nýti mér breik í vinnunni og þegar ég er ekki úrvinda á kvöldin, til að skrifa.

Venni (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 23:19

4 identicon

Tíhí....

Gunnar N. Ellertsson (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vernharð Þorleifsson
Vernharð Þorleifsson
Fyrrverandi pylsusali, hef náð nánast fullum bata síðan.

Um bloggið

Eða því sem næst

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband