Hættur á spenanum

Ég ákvað fyrir nokkrum dögum að krydda lífið mitt aðeins. Mér fannst það ekki nógu áhugavert þegar fólk spurði eftir því hvað ég væri að gera. "Jú jú, maður er alltaf að selja fasteignir" osfr. gat ég svarað en til lengdar er það auðvitað ekkert krassandi. Ég ákvað að prófa einhverja fóbiu, óþol eða girnd sem ég gæti vakið máls á við réttar kringumstæður. Ef valið yrði fóbía þá varð það að vera einhver skemmtileg fóbía, hræðsla við gíraffa eða eitthvað þvíumlíkt og sömu sögu er að segja um girndina, þá er ég ekki að meina að það væri girnd í gíraffa, en hún hefði þurft að vera bæði smekkleg og að sama skapi sérstök. Eftir nokkrar vangaveltur ákvað ég að fara öruggu leiðina og taka þetta í litlum skrefum. Ég ákvað að byrja á mjólkuróþoli og sjá hvert það leiði mig. Þegar það er hætt að vera ísbrjótur í samræðum þá ætti ég að vera kominn með reynslu til að prufa einhverja áhugaverða fóbíu og í kjölfarið einhverja krassandi girnd. Þannig að næst þegar þið sjáið mig á kaffihúsi, súpandi kæruleysislega eins og hver annar gestur, þá megið þið bóka það að ég verð ekki með hefðbundið leim og óspennandi cafe-latte í bollanum mínum, héðan í frá er það soyja-latte á þennan herramann.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sá í einhverjum þætti einhverntímann að ung stelpa væri með fóbíu fyrir svona litlum gúrkum (kallaðar gerkhins af bretum) þú veist þessar sem eru svo skornar niður og súrsaðar... Hún bara grét og argaði og hljóp í burtu, vitstola af skelfingu... Þetta fannst mér áhugavert þá, og fyndist ennþá áhugaverðara að hitta einhvern sem segðist vera með þessa ákveðnu fóbíu.... Þú allavega myndir fanga athygli viðstaddra

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 15:36

2 identicon

Þetta er mjög áhugaverð fóbía sem þú nefnir þarna, gæti orðið erfitt val á milli hennar og garðhrífu-fóbíu. Kannski tek ég þær tvær í einu, hversu dónalega sem það hljómar.

Venni (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vernharð Þorleifsson
Vernharð Þorleifsson
Fyrrverandi pylsusali, hef náð nánast fullum bata síðan.

Um bloggið

Eða því sem næst

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband