Lalla Johns í landsliðsgallann

Öryggismiðstöðin hefur sætt harðri gagnrýni upp á síðkastið fyrir auglýsingar sínar sem skarta Lalla Johns í aðalhlutverki. Lalli hefur hingað til ekki verið skartað sem fyrirmynd og er það auðvitað ekki í þessum auglýsingum heldur en þetta gæti breyst ef hugmynd mín nær til eyrna réttra aðila. Ég legg til að Öryggismiðstöðin klæði Lalla Johns upp í íslenska landsliðsgallann, komi honum fyrir á hliðarlínunni í Stokkhólmi í kvöld og þegar Svíar eru komnir 5 til 6 mörkum yfir þá verður Lalli sendur askvaðandi í átt að dómaranum með harðfisk á lofti. Hemmi Hreiðars verður með í ráðum og tæklar hann einhverstaðar ekki of nálægt dómaranum, Íslandi verður dæmdur leikurinn tapaður en þó eingöngu 3-0, Lalli Johns verður þjóðhetja fyrir að þyrma þjóðinni þeirri niðurlægingu að tapa 15-0 fyrir Svíum og Öryggismiðstöðin tekur kredit fyrir alltsaman. Hvernig getur þetta klikkað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Maður nátturulega hristir bara hausinn af hverju þú ert ekki fyrir löngu orðinn aðstoðarmaður Eyjólfs Sverrissonar.

Nokkuð ljóst að þessum gaur sem samdi þessar heimsku auglýsingar fyrir Öryggismiðstöðvarinnar verður fhent uppsagnarbréfið.

Enn ef við ætluðum að snúa þessu yfir í þessa japönsku bleyjugallaíþrótt sem kallast Júdó, þvi ekki höfum við náð heimsmeistartitli þar heldur, þá myndi Lalli kallinn labba í bleyjugallanum og heilsa dómaranum, enn um leið snúa hann niður og tæma vasa hans.

S. Lúther Gestsson, 6.6.2007 kl. 02:47

2 identicon

hehe - þetta hljómar mjög vel. Gott að fá þig aftur í bloggheiminn. Hann er ekki búin að vera samur síðan þú hvarfst á brott hér fyrir nokkrum árum ! 

majae (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 00:31

3 identicon

já það hefði verið þjóðráð að skella lalla johns inn á í leiknum,

henn hefði allaveg stolið senunni

Gunnsteinn (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 21:59

4 identicon

S.Lúther: Ég lít reyndar á mig sem aðstoðarmann Eyjólfs (eða Eyjólfs eins og við vinir hans köllum hann oft).

Majae: Takk fyrir það gamla. Nei ég get trúað því, svipað og þegar Jordan hætti í körfunni ekki satt?

Gunnsteinn: Góður punktur, en hættu samt að lesa ómerkilegar bloggsíður í vinnunni og náðu í kaffi handa mér. Svart, ég er hættur á spena.

Venni (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vernharð Þorleifsson
Vernharð Þorleifsson
Fyrrverandi pylsusali, hef náð nánast fullum bata síðan.

Um bloggið

Eða því sem næst

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband