7.6.2007 | 16:40
Hættur á spenanum
Bloggar | Breytt 29.3.2008 kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.6.2007 | 01:44
Lalla Johns í landsliðsgallann
Öryggismiðstöðin hefur sætt harðri gagnrýni upp á síðkastið fyrir auglýsingar sínar sem skarta Lalla Johns í aðalhlutverki. Lalli hefur hingað til ekki verið skartað sem fyrirmynd og er það auðvitað ekki í þessum auglýsingum heldur en þetta gæti breyst ef hugmynd mín nær til eyrna réttra aðila. Ég legg til að Öryggismiðstöðin klæði Lalla Johns upp í íslenska landsliðsgallann, komi honum fyrir á hliðarlínunni í Stokkhólmi í kvöld og þegar Svíar eru komnir 5 til 6 mörkum yfir þá verður Lalli sendur askvaðandi í átt að dómaranum með harðfisk á lofti. Hemmi Hreiðars verður með í ráðum og tæklar hann einhverstaðar ekki of nálægt dómaranum, Íslandi verður dæmdur leikurinn tapaður en þó eingöngu 3-0, Lalli Johns verður þjóðhetja fyrir að þyrma þjóðinni þeirri niðurlægingu að tapa 15-0 fyrir Svíum og Öryggismiðstöðin tekur kredit fyrir alltsaman. Hvernig getur þetta klikkað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.6.2007 | 16:19
Í upphafi skal endinn skoða
Var að lesa fréttir þess efnis að 365 ætli að setja Egil Helga í sóttkví. Ég hef sjálfur lent í svipaðri aðstöðu þegar ég var fjórtán ára og vann í pylsuvagninum í göngugötunni á Akureyri. Mér þótti starfið skemmtilegt, og þar af leiðandi þá hreinlega geislaði af mér vinnugleðin þegar ég afgreiddi hvern kúnnann á fætur öðrum um eina með tómat sinnep og hráum og ef þetta var fólk sem ég treysti þá fékk það jafnvel smá slurk af rauðkáli í kaupbæti. Hróður minn barst hratt um bæinn og ekki leið á löngu þar til ég gerði mér grein fyrir að ég hafði sennilega samið af mér um kaup og kjör því góður pylsuafgreiðslumaður er ekki á hverju strái. Ég hefði sennilega getað samið við Pésa Pylsu, sem rak hinn pylsuvagninn í bænum, um 20 kalli meira á tímann ef ég hefði ekki skrifað undir bindandi samning við mömmu um að vinna í vagninum hennar allt sumarið á enda með enga von um reynslulausn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Eða því sem næst
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar